Skip to main content
 

Áherslur í biskupskjöri

Kirkja í sókn

Ég gef kost á mér sem biskup vegna þess að ég hef óbilandi trú á Þjóðkirkjunni og á mér framtíðarsýn um kirkju sem á sér sjálfsagðan stað í samfélaginu. Kirkju sem er í sókn. Kirkju sem er virt vegna þess að hún býður upp á andlega næringu, dýpt og öruggt skjól í amstri hversdagsleikans.

Söfnuðir landsins bjóða upp á ákaflega fjölbreytt og gott starf um allt land, helgihald, athafnir á stóru stundum lífsins og ekki síst afar öflugt sálgæslustarf. Ég veit hvað allt þetta starf er dýrmætt og hvað það er unnið af mikilli fagmennsku og því vil ég styðja við allt þetta starf og hlúa að þeim sem vinna það.

Hlutverk biskups

Hlutverk biskups er að hlúa að öllu starfsfólki kirkjunnar og láta sig söfnuði landsins miklu varða. Ég legg ríka áherslu á þennan þátt og lít svo á að það sé hlutverk biskups að vera í miklum og góðum samskiptum við kirkjufólk um allt land og skapa tækifæri til samtala 

Biskup á að vera leiðtogi Þjóðkirkjunnar og sameiningartákn hennar. Ég hef reynslu af því að vinna í fjölmennum söfnuðum í tveimur löndum og reynslan hefur kennt mér að það sem virkar best er að horfast í augu og tala saman, taka á vandamálum um leið og þau koma upp og að biðja saman, og fyrir hvert öðru. 

Trúin ofar öllu

Ástæða þess að ég ákvað að gefa kost á mér til embættis biskups Íslands er fyrst og fremst sú að ég á mér einlæga trú á lifandi Guð. Ég hef trú á mátt bænarinnar og er sannfærð um að við erum öll Guði falin. Ég trúi á Guð sem er upphaf alls og krafturinn að baki öllu góðu, Guð sem er hinn æðsti og mesti kærleikur sem hver manneskja getur leitað til á persónulegan hátt.

Ég trúi á Guð sem fyrirgefur okkur af náð sinni á hverjum degi og lít á það sem hlutverk mitt að boða þennan Guð. Þá þykir mér vænt um kirkjuna mína og hef óbilandi trú á henni. Ég er sannfærð um að við getum með samstilltu átaki lyft henni hærra og gert hana sýnilegri sem sá griðastaður trúar, vonar og kærleika sem hún er. 

Nýjustu prédikanir

Kærleikurinn lítur ekki undan

| Prédikanir | Engar athugasemdir
Sannur kærleikur Þótt ég talaði tungum manna og engla, hefði góð tök á íslenskri tungu og hefði fjölda annarra tungumála á valdi mínu en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi…

Virðing fyrir fjalli og nýskúruðu gólfi

| Prédikanir | Engar athugasemdir
  Prédikun flutt í Grafarvogskirkju 14. janúar 2023 2. Mosebók 3: 1-15 Í þjóðgarði í norðurhluta Ástralíu stendur Fjallið Uluru, einnig þekkt sem Ayers Rock. Þetta er rauðleitur klettur sem…

Að ræða trú í jólaboðum – Aftansöngur á aðfangadag

| Prédikanir | Engar athugasemdir
Hversdagstrú Af hverju höldum við jól? Hvers vegna heldur þú jól? Ég held jól vegna þess að ég trúi því að almættið hafi birst heiminum í litlu barni. Ég held…

Allt í gulu og karlinn með kvíðann

| Prédikanir | Engar athugasemdir
Prédikun flutt í Grafarvogskirkju 10. september 2023. Guðspjall Joh. 5:1-15. https://youtu.be/Vyus9mvRZ28?si=bNtLP608loOYIjCG
Allar prédikanir

Nýjustu pistlar

Pistlar
mars 16, 2024

Kirkjan er engin hornkerling – Hlutverk biskups í samtímanum

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 16. mars 2024 Nýr biskup Nú stendur fyrir dyrum að kjósa nýjan biskup í þjóðkirkjunni. Niðurstaðan í biskupskjöri verður ljós á gleðidögum kirkjunnar, á milli…
Pistlar
febrúar 25, 2024

Ofurkonan

(Úr bókinni minni, Í augnhæð, Hversdagshugleiðingar sem kom úr í nóvember 2020) Vika 12. Ofurkonan - Alþjóðabaráttudagur kvenna  Dugmikla konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu dýrmætari en perlur. Hún…
Pistlar
febrúar 14, 2024

Öskukross og fasta

Öskudagur markar upphaf föstunnar sem stendur í 40 daga eða jafnmarga daga og Jesús fastaði í eyðimörkinni. Fastan í kristinni trú er tími iðrunar og yfirbótar. Fastan er þó ekki…
Allir pistlar