Höfundur

Ég heiti Guðrún og er ein af fjórum prestum í Grafarvogssöfnuði. Ég hef lokið Doctor of Ministry gráðu frá „The Lutheran School of Chicago“ í Prédikunarfræðum og legg mikla áherslu á að prédika á aðgengilegan hátt og á máli sem fólk á auðvelt með að tengja sig við.

Stór þáttur í starfi mínu sem prestur er að annast sálgæslu, hjónaráðgjöf, skíra, ferma, gefa saman hjón, annast útfarir. Ég fæ því oft þann heiður að deila bæði stærstu gleði og dýpstu sorg með fólki og ég ber mikla virðingu fyrir að vera treyst fyrir því.

Hér birti ég fyrst og fremst upptökur af prédikunum en það er hægt að lesa þær ásamt prédikunum annarra hér. Einnig birti ég hér pistla og annað sem ég er að vinna að.

Ég mæli með messum í Grafarvogi og hér er hægt að fylgjast með því sem er að gerast þar